Vefnaðarnámskeið 2 - Vaðmál og vaðmálsafbrigði

Vefnaður - þemanámskeið 2 vaðmál og vaðmálsafbrigði 

Kennari: Guðrún Kolbeins 

Lengd námskeiðs: 5 skipti 18 klst

Tímasetningar: 24. janúar - laugardagur kl 9.30-15.30,  26. og 28. janúar mánudagur og miðvikudagur, 4. og 11. febrúar miðvikudagar kl 17.30-20.30 Nemendum þurfa að mæta á milli kennslutíma til að ná settu markmiði.

Námskeiðsgjald:  80.900kr (72.810 kr. fyrir félagsmenn) efni er ekki innifalið 

Á komandi önnum verða haldin 3ja vikna þema námskeið í vefnaði þar sem tekin eru fyrir 1 af grunnbindingunum 3; einskefta, vaðmál,  eða ormel (satín) og samsettar bindingar.

Þema námskeiðin eru fyrir þá sem vilja ná tökum á öllum þáttum vefnaðar frá þræði að fullgerðri afurð. Unnið verður með skilning á íslenskum fagorðum vefnaðar.

Hvert násmkeið er sjálfstætt og hægt að taka stakt námskeið eða fleiri í hvaða röð sem er.

Þema námskeið 2; vaðmál og vaðmálsafbrigði

Ofnar vaðmálsvoðir voru ein af okkar aðalútfluttnings vörum fyrr á öldum. Vaðmál einkennist af skálínum í voðinni sem liggja ýmist til hægri eða vinstri. Ótal bindingar eru leiddar af vaðmáli og má þar nefna oddavaðmál, hringjavaðmál og víxlað vaðmál.

Á námskeiðinu er tekið fyrir fjórskeft vaðmál 2:2 og leikið með inndrátt og stig. Verkefnin eru tvö fyrir hvern nemanda; baðhandklæði og baðmotta.

Fyrirkomulagið er með sama hætti og á einskeftunámskeiðinu þar sem tveir nemendur para sig saman við uppsetningu fyrir hvort verkefnið og hafa tvo stóla til umráða. Þess vegna er mikilvægt að nemendur mæti á milli tíma. Nemendur læra að rekja uppistöðu í slöngu, leggja í kamb og rifja slöngu á rifmeið, draga í haföld, binda fram og uppbindingu.

Efni í uppistöðu fyrir baðhandklæði er cottonlin 22/2 og hör 16/2. Ívafið er grófur hör sem nemendur kaupa í verslun og velja sinn eigin lit.

Efni í uppistöðu fyrir baðmottur er bómull 12/6. Ívafið er bómullarstrimlar 2 cm á breidd sem nemendur koma með og getur verið úr gömlum rúmfötum eða annað léreft.

Uppistöðu efni er innifalið en nemendur koma með efni í ívafið.