Vinna úr mannshári

Vinna úr mannshári

Kennari: Ásta Björk Friðbertsdóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 31. október og 2. nóvember - mánudagur og miðvikudagur

Námskeiðsgjald: 18.500 (16.650 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Hárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form.

Nemendur hafi meðferðis mannshár (20 cm eða lengra) og bandprjóna (sokkaprjóna) í mismunandi sverleikum. Einnig er got að hafa með lítil skæri og litla töng. Þeir sem ekki eiga mannshár fá hár hjá kennara.