Upphlutur, upphlutsbolur, bolur

Borðar, upphlutsborðarBorðar, upphlutsborðar

Borðar eru skrautborðar framan á upphlut. Á eldri gerð upphluta geta verið vírborðar (líberíborðar) eða flauelsborðar baldýraðir með vír eða silki eða með skurði og perlusaumi. Borðar eru oftast gerðir úr stífum spjöldum, borðaspjöldum. Baldýring er saumuð beint á borðaspjöldin. Á upphlut 20. aldar eru borðarnir styttri og breiðari en á eldri búningum og þeir eru baldýraðir eða á þeim smíðað borðaskraut sem er fest á þá eins og millurnar.

UpphlutsfatUpphlutsfat

Upphlutsbolur var áður fyrr oft saumaður fastur við pils, þ.e. niðurhlut. Slík flík var kölluð upphlutsfat og var gjarnan undirflík faldbúnings.

Upphlutur, upphlutsbolur, bolurUpphlutur

Efri hluti búnings sem ber sama heiti. Hann er aðskorinn, ermalaus, fleginn bolur með breiðum hlýrum yfir axlir og reimaður saman að framan. Upphlutsbolur 19. aldar er úr ullarefni eða flaueli, dökkblár, dökkgrænn, hárauður, vín- eða lifrauður, gat einnig verið svartur. Á baki eru borðar úr vír, flaueli eða kniplaðir. Upphlutur 20. aldar er úr svörtu klæði eða vönduðu svörtu ullarefni, stundum úr silki. Á baki 20. aldar upphluts eru mjóir flauelsborðar með vírkniplingum utan með.