Karlar gengu í ullarbuxum, oftast hnébuxum, sem var haldið uppi með axlaböndum.

Buxnastrengur í tvennu lagi, reimaður saman að aftan en hnepptur að framan. Einnig eru til brókarhaldslausar buxur.

Buxnaklauf á lokubuxum. Lokan er breið og hneppt með tveimur til þremur hnöppum uppi við brókarhaldið.

Karlmannsbuxur þar sem í stað buxnaklaufar er fóðruð, breið buxnaloka. Í stað strengs er brókarhald, hneppt að framan og reimað að aftan.

Síðar lokubuxur sem íslenskir karlmenn klæddust líklega mest um miðja 19. öld.