Faldur

Ennisband, stjörnubandEnnisband, stjörnuband

Stjörnuband. Hvítt, stífað léreftsband með ásaumuðum stjörnum eða litlum stokkum. Sett utan um fald til skrauts og er einfaldara og ódýrara en koffur.

FaldfóturFaldfótur

Aftasti og mjósti hluti spaðafaldar er festur á hringlaga faldfót sem síðan er festur á litla lérefts eða prjónahúfu á höfðinu. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

FaldurFaldur

Krókfaldur er notaður við 18. aldar faldbúninga, spaðafaldur við búninga fyrri hluta 19. aldar og skautfaldur við skautbúninga og kyrtla sem hannaðir voru á seinni hluta 19. aldar.

KrókfaldurFaldur

Höfuðbúnaður sem notaður er við 18. aldar faldbúning. Krókfaldur er sívalur, mismunandi hár og bognar fram á við efst. Hann er gerður úr 2-5 mismunandi stórum, ferhyrndum, hvítum klútum, tröfum. Tröfin eru vafin og bundin um höfuðið á vissan hátt og næld föst með títuprjónum. Á seinni hluta 18. aldar var farið að binda mislitan höfuðklút um faldinn neðst. Faldurinn er stundum skreyttur með laufaprjónum, ennisbandi eða koffri.

KoffurKoffur

Höfuðdjásn sem borið er við fald og smeygt utan um hann. Koffur er gert úr samanhlekkjuðum stokkum úr silfri oft gullhúðuðum.

LaufaprjónarLaufaprjónar

Kúlulaga hnappar, oftast úr silfri, á prjóni og með hangandi laufi. Prjónunum stungið í falda til skrauts. Skaut, skautafaldur Skautafaldur eða skaut er einkenni skautbúnings og kyrtils, búninga sem Sigurður Guðmundsson hannaði um og eftir miðja 19. öld.

SpaðafaldurSpaðafaldur

Höfuðbúnaður faldbúnings á 19. öld. Líkist spaða í laginu, er breiðastur fremst og mjókkar aftur og niður í faldfótinn. Hann er úr hvítu lérefti eða hör og nældur saman með títuprjónum yfir vír og pappa. Á faldfætinum er lérefts eða prjónahúfa til að festa hann á höfuðið. Ennisklútur (höfuðklútur) er bundin yfir og hylur húfu og faldfót. 

Traf, tröfTraf, tröf

Tröf eru hvítir klútar, misstórir, oftast úr lérefti. Þrjú til fimm tröf eru vafin og bundin um höfuðið á vissan hátt og næld föst með títuprjónum til að mynda krókfald. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

SkuplaSkupla

Konur bundu tröf um höfuð sér til að mynda krókfald. Þegar þær höfðu aðeins bundið eitt eða tvö tröf um höfuð sér voru þær með skuplu. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.