Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Íslenskur heimilisiðnaður - FálkahúsiðHeimilisiðnaðarfélag Íslands var stofnað 12. júlí 1913. Hlutverk þess er að vernda þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað, auka hann og efla, stuðla að vöndun hans og fegurð og vekja áhuga almennings á því að  framleiða fallega og nytsama hluti sem hæfa kröfum nýs tíma með rætur í þjóðlegum menningararfi. Námskeiðahald er hornsteinn í starfi félagsins og hefur félagið staðið fyrir handverksnámskeiðum allt frá stofnun þess. Heimilisiðnaðarfélagið vinnur að varðveislu verkþekkingar á fornu handverki og er viðurkennt af UNESCO samkvæmt samningi um varðveislu menningarerfða.

Heimilisiðnaðarfélagið er staðsett í Nethyl 2e. Þar er skrifstofa félagsins, verslun þess og Heimilisiðnaðarskólinn.