Til baka
Faldar og skart
Faldar og skart

Faldar og skart

Vörunr.
Verðmeð VSK
7.900 kr.
8 Í boði

Lýsing

Faldar og skart - Faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar segir frá, í máli og fjölmörgum myndum, sögu íslenskra kvenklæða og þjóðbúninga fram á 20. öld með aðaláherslu á faldbúninginn sem var notaður fram á 19. öld. Honum er lýst í heild og einstökum hlutum hans og fjölmörgum fylgihlutum. Efni, margskonar saumaskap og mynstrum ásamt silfrinu eru gerð greinargóð skil. Inn í lýsinguna er fléttuð frásögn af einstaklega merkilegum faldbúningi sem grasafræðingurinn William Hooker hafði með sér til Englands árið 1809 þar sem Jörundur hundadagkonungur er í lykilhlutverki. Sá búningur er varðveittur á Victoríu og Albertssafninu í Lundúnum.

Bókina má fá í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins og í bókabúðum. Bókin er afrakstur margra ára vinnu höfundarins og Faldafeykis, hóp áhugakvenna um íslenska faldbúninginn, og kom út afmælisárið 2013. 

Höfundur er Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, áhugakona um íslenska þjóðbúninginn og fyrrverandi formaður Heimilisiðnaðarfélagsins.