Býsanskt munstur no 30 - útsaumspakkning
Framleiðandi Production: Heimilisiðnaðarfélag Íslands The Icelandic Handicraft Association.
Í samstarfi við In partnership with: Þjóðbúningastofan 7ÍHÖGGI
Sérstakar þakkir With special thanks: Þjóðminjasafn Íslands The National Museum of Iceland
Innihald Contents: Svart áprentað ullarefni, léreftsfóður, DMC útsaumsband, nál og leiðbeiningar
Black wool fabric with print, calico backing fabric, DMC embroidery thread, needle and instructions.
Sigurður Guðmundsson, betur þekktur sem Sigurður málari, hannaði skautbúninginn um 1860 og kyrtilbúninginn um 1870. Báðir þessir búningar bera munstur sem Sigurður hannaði með skírskotun til íslenskrar náttúru og fornra menningarheima. Uppdrættirnir voru gefnir út á prenti eftir andlát Sigurðar en gengu einnig kvenna á milli langt inná tuttugustu öldina. Óhætt er að segja að enginn hefur haft jafn mikil áhrif á íslenska búningasögu og Sigurður málari.
Sigurður Guðmundsson, better known as Sigurður the painter, designed the skautbúningur around 1860 and kyrtilbúningur around 1870. Both these costumes are adorned with patterns designed by Sigurður with references to Icelandic nature and classical antiquity. The patterns were published after Sigurður passed away but were also exchanged between women. Without a doubt there has never been a more influential character in the history of Icelandic national costumes than Sigurður the painter.