Til baka
Flétta - refilsaumspakkning
Flétta - refilsaumspakkning

Flétta - refilsaumspakkning

Vörunr.
Verðmeð VSK
15.900 kr.
10 Í boði

Lýsing

Forsala - pantanir verða sendar í vikunni 6.-9. nóvember 

Flétta 

útsaumspakkning / embroidery kit 

Refilsaumur - Flétta úr Draflastaðaklæði. Altarisklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Stærð 7x34 cm

Laid-and-couched embroidery - Braid from Draflastaðir altar frontal, Draflastaðir, North Iceland. Size 7x34 cm

Framleiðandi Production: Heimilisiðnaðarfélag Íslands The Icelandic Handicrafts Association
Sérstakar þakkir With special thanks: Þjóðminjasafn Íslands The National Museum of Iceland

Innihald Contents:
Hvítt hörefni með áprentuðu munstri, útsaumsband og nál / White linen fabric with printed pattern, wool embroidery thread and needle.
Litir geta verið breytilegir nema annað komi fram / Colours may vary unless otherwise stated.

Sýningin Með verkum handanna verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands 4. nóvember n.k. Á sýningunni verða dýrgripir íslenskrar listasögu til sýnis: fimmtán íslensk refilsaumsklæði sem varðveitt eru á Þjóðminjasafni Íslands, Louvre safninu í París, Nationalmuseet í Kaupmannahöfn og Rijksmuseum Twente í Hollandi. Afar fátítt er að sýningar séu settar upp hér á landi með svo mörgum lánsgripum frá öðrum söfnum. Þetta er því í fyrsta og mögulega síðasta skipti sem þessi merkilegu listaverk eru saman komin á einni sýningu.

Af þessu tilefni hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands hannað fjórar útsaumspakkningar með sýnishornum úr þremur refilsaumuðum verkum sem varðveitt eru hér á landi; kross úr altarisklæði frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, þistill úr altarisklæði frá Arnarbæli í Ölfusi, flétta úr altarisklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal og María himnadrottning úr altarisklæðinu frá Arnarbæli í Ölfusi.