Til baka
jólaskraut - faldafreyja - námskeið
jólaskraut - faldafreyja - námskeið

jólaskraut - faldafreyja - námskeið

Vörunr.
Verðmeð VSK
19.500 kr.
2 Í boði

Lýsing

Jólaskraut - Faldbúningsfreyja 

Kennarar: Kristín Vala Breiðfjörð

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 5 klst.

Tími: 4. og 6. . nóvember mánudagur og miðvikudagur kl. 17.30-20.00

Námskeiðsgjald: 19.500 kr. ( 17.550 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré. Faldbúningsfreyjan er gerð úr ullarfilti og getur verið skreytt á ýmsan hátt s.s. með útsaum, perlum eða leggingum. Smá heimavinna fylgir námskeiðinu þannig að það takist að klára á seinna kvöldinu.

Nemendur þurfa að hafa með sér tvinna í ýmsum litum, nálar, skæri, fingurbjörg og ritföng en efni er innifalið í námskeiðinu.

Nemendum stendur einnig til boða að kaupa efni í fleiri dúkkur.