Saumaður er 19. eða 20. aldar þjóðbúnignur á stúlku allt að 10 ára með einföldu pilsi eða þjóðbúningur fyrir dreng allt að 13. ára buxur, skyrta og vesti.
Lausavasar voru algengir fylgihlutir við klæðnað kvenna á fyrri öldum.
Vefnaðarfræði - bindifræði - að lesa vefnaðaruppskrift
Kennari: Guðrún Kolbeins
Lengd násmkeiðs – 4 skipti = 8 klst
Kennslutími: 6., 13., 20. og 27. apríl - þriðjudagar kl. 18.00-20.00
Verð: 25.500 kr. (22.950 kr fyrir félagsmenn)
Að geta lesið uppskriftir fyrir vefnað er öllum vefurum nauðsynlegur.
Bindifræði eru fræði um hvernig uppistaða og ívaf bindast í eina heild svo úr verði voð. Hver binding hefur sín einkenni og með því að setja saman bindingar er hægt að fá margbreytileg munstur. Hvað er munstureind og hvernig gengur hún upp í breidd og hæð? Grófleiki á garni og hvað margir þræðir á cm henta hverri uppskrift er þekking sem er mikilvæg hverjum vefara. Hvað þarf að áætla mikið magn af garni?
Námskeiðið er í fyrirlestraformi og varpað á skjá, farið verður í ofangreint. Þátttakendur fá vinnumöppu og taka þátt í skriflegri, verklegri og heimavinnu. (Þátttakendur komi með
skriffæri og glósubók)
Á námskeiðinu læra þátttakendur að tálga með ólikum bitáhöldum, hnífum og öxum. Sérstök áhersla er lögð á gerð nytjahluta fyrir heimilið, t.d. eldhúsið. Unnið er með fimm íslenkar viðartegundir sem vaxa í nærumhverfi okkar. Allir læra að kljúfa í einn lítinn grip og annan lengri, tálga bolla/krús, skóflu/skeið/steikarspaða eða skóhorn auk þess sem kenndar eru aðferðir til skreytinga. Hægt er að velja um önnur fjögur verkefni t.d. fugla, saltbát/skál eða snaga. Lögð er sérstök áhersla á góða umgengni við bitáhöldin og kenndar áhrifaríkar brýningaraðferðir.