17. júní: þjóðhátíðardagskrá fyrir félagsfólk

Þjóðbúningaklætt félagsfólk Heimilisiðnaðarfélags Íslands er boðið til sætis á Austurvelli í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins. Að lokinni hátíðardagskrá á Austurvelli verður myndataka með fjallkonu Reykjavíkur í Alþingisgarðinum. Því næst munum við ganga frá Alþingishúsinu yfir í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur að hætti hússins! Hátíðardagskrá hefst svo klukkan 14:00 í Árbæjarsafni og ekki úr vegi að safnast saman í strætisvagn og fylgjast með skautun fjallkonunnar í Árbæjarsafni. Á safninu verður heilmikil skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna og frítt inn fyrir þjóðbúningaklædda gesti. 

 

Mæting er klukkan 09:30 í Ráðhús Reykjavíkur fyrir hátíðardagskránna á Austurvelli og nauðsynlegt er að skrá sig: