Íslenskir þjóðbúningar og dansar á fullveldisdaginn

Íslenskir þjóðbúningar og þjóðdansar verða í öndvegi á Árbæjarsafni á fullveldisdaginn,1. desember.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og handverki þeim tengdum, má þar nefna knipl, baldýringu, blómstursaum og flauelsskurð. Þá verður boðið upp á ráðgjöf varðandi búninganotkun og hvernig koma megi eldri búningum í notkun.
Á staðnum verða einnig félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sem kynna starf félagsins og taka sporið með gestum og gangandi.
Léttar veitingar í boði.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!