Lítill lausavasi í Sigurhæðum á Akureyri - FELLUR NIÐUR

Kennari: Kristín Vala Breiðfjörð

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 2 1/2 klst

Tími: Mánudaginn 16. október klukkan 16:30

Námskeiðsgjald: 12.000kr - efni innifalið

Lausavasar voru algengir fylgihlutir við klæðnað kvenna á fyrri öldum. Þeir voru oftast hafðir innanklæða og bundnir utan um mittið og hafðir hægra megin undir svuntunni. Í lausavösum sínum geymdu konur lykla, nálhús, þráðaleggi eða aðra persónulega muni. Á þessu námskeiði læra nemendur að sauma út í lítinn vasa og aðferðina við að setja hann saman.

Vasinn getur verið fallegt jólaskraut á jólatré eða hurðarhún, eða hafður utan á jólapakka í stað jólakorts.
Allt efni er innifalið (áprentaður vasi, fóður, bak, bryddingar og útsaumsband) en nemendur taki skæri, fingurbjargir og rauðan tvinna með sér.

Nemendur get keypt efni í fleiri vasa á námskeiðinu.

Hámarksfjöldi nemenda er tíu.