Finnsku og norsku heimilisiðnaðarfélögin sameina hér krafta sína og bjóða upp á áhugaverðan fyrirlestur um þjóðbúningahefðir og notkun þjóðbúninga í Finnlandi og Noregi. Barbro T. Storlien og Camilla Rossing frá Noregi ásamt Laura Hannula og Leena Marsio frá Finnlandi deila reynslu sinni og þekkingu á þjóðbúningum og hvaða stöðu þjóðbúningar hafa í nútíma samfélagi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er í beinu streymi á Facebook í tilefni af Nordic Craft Week.