Opið hús 14. mars: fáið aðstoð með handverkið!

Heimilisiðnaðarfélagið býður félagsfólki og öðrum þátttakendum á námskeiðum að koma annan föstudag í mánuði með sínar hannyrðir og þá sérstaklega verkefni sem eru ólokin eftir námskeið. Í boði er að fá félagsskap og stuðning við að ljúka verkefnum. Á staðnum verða áhugasamir og reyndir félagsmenn sem geta verið innan handar. Fyrsta opna húsið verður 14. mars frá klukkan 14:00-18:00. Þá líta inn Guðrún Kolbeins og Anna Jórunn sem geta aðstoðað við ýmsar hannyrðir, s.s. með frágang á vefnaði, knipli og gimbi. Næstu opnu hús verða 11. apríl og 9. maí.