Hin óviðjafnanlega Hélène Magnússon heimsækir okkur á Prjónakaffið fimmtudagskvöldið 5. október! Hélène ætlar meðal annars að tala um hestaferðirnar sínar um Ísland þar sem að þátttakendur njóta náttúru Íslands á hestbaki með prjónana á lofti, og hún mun kynna ný og áhugaverð netnámskeið sem kallast Knit Stars.
Húsið opnar klukkan 19:00, kynningin með Hélène hefst klukkan 20:00. Að vanda verður Prjónakaffinefndin með kaffi og meðlæti.
Sjáumst sem flest í Heimilisiðnaðarfélaginu Nethyl 2e fimmtudagskvöldið 5. október!