Prjónakaffi 5. september: námskeiðakynning

Fimmtudagskvöldið 5. september hefjum við félagsstarf haustsins með prjónakaffi þar sem formaður félagsins, Kristín Vala, verður með kynningu á námskeiðum félagsins og starfsemi. Kennarar Heimilisiðnaðarskólans heimsækja okkur með sýnishorn og svara spurningum gesta. Prjónakaffinefndin verður með kaffi og meðlæti á vægu verði og húsið opnar klukkan 19:00 en kynningin hefst 20:00. Verið hjartanlega velkomin til okkar í Heimilisiðnaðarfélagið, Nethyl 2e!