Prjónakaffi á veraldarvefnum - Skotthúfa frú Auðar (2 af 2)

SKOTTHÚFA FRÚ AUÐAR - prjónakaffi í streymi 4. mars kl 20.00

Tengill á viðburðinn (facebook-live) hér.

SKOTTHÚFU UPPSKRIFT - má nálgast hér.

Skotthúfa frú Auðar er gerð tilbúin þetta seinna skotthúfukvöld. Farið er í frágang á húfunni, kennt hvernig gera á skúf og mismunandi gerðir af skúfhólkum kynntar. Kennt er að setja saman húfu og skúf en samskeytin eru hulinn með hólknum. Ýmsir fróðleiksmolar um frú Auði og skotthúfur fá að fljóta með.

Umsjón: Guðný María Höskuldsdóttir & Þórdís Halla Sigmarsdóttir

Auður Sveinsdóttir húsfreyja á Gljúfrasteini var annáluð hannyrðakona. Auður var listfeng og handlagin og eftir hana liggja fjölmörg einstök textílverk og handavinna. Hún lét einnig til sín taka í skrifum um handverk og hannyrðir og samdi prjónauppskriftir. Auður tengist Heimilisiðnaðarfélaginu sterkum böndum en hún starfaði í ritnefnd ársritsins Hugur og hönd á árunum 1971-1984. Árið 1970 hlaut Auður viðurkenningu í samkeppni Álfoss fyrir fallega skotthúfu úr þreföldum plötulopa en uppskriftin hefur nú verið endurgerð fyrir léttlopa. Nánari upplýsingar um Auði má nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins hér.

Samstarfsaðili: Gljúfrasteinn – hús skáldsins