SKOTTHÚFA FRÚ AUÐAR - prjónakaffi í streymi 4. febrúar kl 20:00
Skotthúfa frú Auðar er prjónuð í samprjóni og fyrra kvöldið er uppskriftin birt. Þetta kvöld verður fróðleikur um húfuna og sagt frá því hvernig hún var upphaflega í höndum frú Auðar. Sagt er frá þeim breytingum sem voru gerðar á uppskriftinni en hún er nú úr léttlopa (í stað þrefalds plötulopa), húfan er sýnd á nokkrum mismunandi stigum og hvernig hún lítur út fullprjónuð.
Auður Sveinsdóttir húsfreyja á Gljúfrasteini var annáluð hannyrðakona. Auður var listfeng og handlagin og eftir hana liggja fjölmörg einstök textílverk og handavinna. Hún lét einnig til sín taka í skrifum um handverk og hannyrðir og samdi prjónauppskriftir. Auður tengist Heimilisiðnaðarfélaginu sterkum böndum en hún starfaði í ritnefnd ársritsins Hugur og hönd á árunum 1971-1984. Árið 1970 hlaut Auður viðurkenningu í samkeppni Álfoss fyrir fallega skotthúfu úr þreföldum plötulopa. Uppskriftin hefur nú verið endurgerð fyrir léttlopa.
Umsjón: Guðný María Höskuldsdóttir & Þórdís Halla Sigmarsdóttir
Samstarfsaðili: Gljúfrasteinn – hús skáldsins