Prjónakaffi: kynning á námskeiðum

Á prjónakaffinu fimmtudagskvöldið 2. febrúar verðum við með kynningu á þeim námskeiðum sem eru í boði hjá Heimilisiðnaðarfélaginu á vorönn. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður prjónakaffinefndin með kaffi og kruðerí á boðstólnum á vægu verði. Formaður félagsins stígur á stokk og kynnir námskeið og kennara sem verða eflaust með sýnishorn meðferðis!
Öll eruð þið hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir, sjáumst sem flest í Nethylnum fimmtudagskvöldið 2. febrúar!