Þjóðbúningadagur á Þjóðminjasafninu

Við biðjum unnendur þjóðbúninga um að taka laugardaginn 7. september frá, því við ætlum að endurvekja þjóðbúningadaginn sem haldinn var um árabil á Þjóðminjasafninu. Frítt verður á safnið þann dag fyrir þjóðbúningaklædda gesti og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá til heiðurs Sigurði Guðmundssyni málara, sem lést þann 7. september 1874.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.