Til baka
Spjaldvefnaður - námskeið
Spjaldvefnaður - námskeið

Spjaldvefnaður - námskeið

Vörunr.
Verðmeð VSK
18.600 kr.
1 Í boði

Lýsing

Spjaldvefnaður - byrjendanámskeið

Kennari:  Ólöf Einarsdóttir 

Lengd námskeiðs:  2 skipti = 6 klst. 

 

Spjaldvefnaðurinn er vefnaðaraðferð sem tíðkaðist víðsvegar um landið fyrr á öldum. Eins og nafnið gefur til kynna eru spjöld notuð til verksins, ferhyrnd, u.þ.b. 8-10 cm á hverja hlið og eru fjögur göt á hverju spjaldi. Bönd eru ofin með spjaldvefnaði og ákvarðast breidd bandanna af fjölda spjaldanna.

Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu – allt að 3000 ára.

Á þessu námskeiði verður kynning á spjaldvefnaði og áhöldum. Farið verður í einfalda mynsturgerð og sett upp í vefnað eftir mynstri.

Nauðsynlegt er að þátttakendur komi með belti.

Gott væri að koma með garn, bómullargarn og eða ullargarn (ekki lopa) og spjöld, þeir sem þau eiga.

Trélitir, öryggisnælur, skæri, þvingur og rúðustrikuð blöð eru áhöld sem einnig eru notuð. Allt verður þetta á staðnum en gott ef fólk vill hafa meðferðis sitt eigið. Hægt að fá lánuð spjöld eða kaupa í verslun okkar.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.