Til baka
Víravirki - námskeið
Víravirki - námskeið

Víravirki - námskeið

Vörunr.
Verðmeð VSK
58.000 kr.
6 Í boði

Lýsing

VÍRAVIRKI FYRIR BYRJENDU OG LENGRA KOMNA

Kennari:  Helga Ósk Einarsdóttir 

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 10 klst.

Tími: 18.-19. október október kl 10.00-15.00 með 30 mín hádegishléi - laugardagur og sunnudagur

Námskeiðsgjald 58.000 (52.200 kr fyrir félagsmenn) innifalið er efni í einn hlut (hálsmen eða nælu) 

Víravirki er aldargamalt handverk sem krefst góðs undirbúnings, þrautseigju og þolinmæði. Víravirkissmíði er skilgreint þannig að það er unnið úr vírum sem kallast grindarvír eða höfuðbeygjur og snittuðum vír sem notaður er til að búa til munstrið sem grindurnar halda saman.

Víravirki þekkja Íslendingar best sem þjóðbúningaskart en aðferðin býður upp á ótal útfærslur og hægt er að nota víravirki við ýmis tilefni.

Á þessu námskeiði læra nemendur að smíða hálsmen eða nælu undir handleiðslu Helgu Ósk Einarsdóttur gullsmíðameistara sem hefur sérhæft sig í smíði víravirkis. Nemendur læra helstu hugtök og aðferðir við gerð víravirkis og fá góðan grunn sem getur nýst þeim áfram, kjósi nemendur að halda áfram að æfa sig í þessari skemmtilegu handverksaðferð.

Nemendur með grunn í víravirki geta einnig sótt þetta námskeið og fengið leiðsögn með sín verkefni, t.d. ef smíða á millur fyrir upphlut eða annað skart. Við biðjum þá nemendur að hafa samband við skrifstofu, svo hægt sé að upplýsa kennara um áform þeirra.

Allt efni og verkfæri er á staðnum en þar sem unnið er með gasloga og sýru mælum við með því að nemendur komi ekki í fínni flíkum.