Aðilar og fulltrúar Þjóðbúningaráðs

Aðilar Þjóðbúningaráðs

Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Miklar umræður innan Lestrarfélags kvenna urðu til þess að konurnar höfðu frumkvæði að því að nokkrir embættismenn og fulltrúar áhugafélaga stofnuðu Heimilisiðnaðarfélag Íslands sumarið 1913 til að „… auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á Íslandi, stuðla að vöndun hans og fegurð, vekja áhuga manna á því, að framleiða nytsama hluti.“ Félagið hefur í áratugi boðið upp á námskeið í þjóðbúningasaumi.

 Kvenfélagasamband Íslands. Um allt land mynduðu konur kvenfélög til að efla samtakamátt sinn, vinna að góðum málefnum og gleðjast saman. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1931 og eitt af upphafsmarkmiðum sambandsins var að „Að efla húsmæðrafræðslu og heimilisiðnað í landinu með hvatningu, fjárstyrk og eftirliti.“

Þjóðdansafélag Reykjavíkur var stofnaði 17. júní 1951. Meginhlutverk félagsins er að kanna og kynna þær menningarhefðir sem þjóðin á í þjóðdönsum og öllu sem að þeim lýtur og þá meðal annars að stuðla að endurvakningu íslenskra þjóðbúninga. Félagar hafa vakið mikla athygli á íslenskum þjóðbúningum á danssýningum og öðrum mannamótum.

Minjasafn Reykjavíkur er frá árinu 2014 hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík og miðlar þekkingu um sögu og lífskjör íbúanna frá upphafi byggðar til nútímans. Starf safnsins miðar að því að glæða áhuga, skilning og virðingu fyrir sögu höfuðborgarinnar og að tryggja að allir hafi aðgang að menningararfi hennar. Minjasafn Reykjavíkur rekur Minjasafn Reykjavíkur og Landnámssýninguna í Aðalstræti 16.

Þjóðminjasafn Íslands er miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarminjum og eitt hlutverka þess er að miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Í safninu er mikið safn gamalla klæða og þar hafa lengi verið stundaðar rannsóknir á fatnaði og því handverki sem þeim tengist.

Fulltrúar í Þjóðbúningaráði

Árin 2010-2014

Aðalmenn

Lilja Árnadóttir, tilnefnd af Þjóðminjasafni Íslands, formaður,
Dagný Guðmundsdóttir, tilnefnd af Minjasafni Reykjavíkur,
Ingibjörg Helga Ágústsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands,
Dóra Guðbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Íslands, og
Sigrún Helgadóttir, tilnefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Varamenn:

Ágúst Georgsson, tilnefndur af Þjóðminjasafni Íslands,
Helga Maureen Gylfadóttir, tilnefnd af Minjasafni Reykjavíkur,
Ásdís Birgisdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands,
Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Íslands, og
Elínbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Árin 2005-2009

Aðalmenn:

Þór Magnússon, tilnefndur af Þjóðminjasafni Íslands, formaður,
Dagný Guðmundsdóttir, tilnefnd af Minjasafni Reykjavíkur,
Ingibjörg Helga Ágústsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands,
Dóra Guðbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Íslands, og
Oddný Kristjánsdóttir, tilnefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Varamenn:

Lilja Árnadóttir, tilnefnd af Þjóðminjasafni Íslands,
Helga Maureen Gylfadóttir, tilnefnd af Minjasafn Reykjavíkur,
Halla Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands,
Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Íslands, og
Elínbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Árin 2001-2005

Aðalmenn:

Lilja Árnadóttir, tilnefnd af Þjóðminjasafni Íslands, formaður,
Áslaug Sverrisdóttir, tilnefnd af Minjasafn Reykjavíkur,
Svanhildur Stefánsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands,
Dóra Guðbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Íslands, og
Elínbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Varamenn:

Margrét Gísladóttir, tilnefnd af Þjóðminjasafni Íslands,
Unnur Björk Lárusdóttir, tilnefnd af Minjasafn Reykjavíkur,
Halla Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands,
Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Íslands, og
Kristín Jónsdóttir Schmidhauser, tilnefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.