Skotthúfa frú Auðar

Heimilisiðnaðarfélagið hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Vegna samkomutakmarkanna hefur nú verið brugðið á það ráð að streyma prjónakaffi á netinu og verður fyrsta kvöldið með þessu sniði fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.

SKOTTHÚFU UPPSKRIFT - má nálgast hér.

Fyrsta fimmtudagskvöldið í febrúar og mars verður SKOTTHÚFA FRÚ AUÐAR á dagskrá. Á hádegi þann 4. febrúar verður endurskoðuð uppskrift af skotthúfu frú Auðar birt hér á heimasíðunni. Fyrra kvöldið er fróðleikur um húfuna og sagt frá því hvernig hún var upphaflega í höndum frú Auðar (sjá nánar um viðburðinn hér) og seinna kvöldið fimmtudaginn 4. mars er farið í frágang og gerð skúfsins (sjá nánar um viðburðinn hér).

Á heimasíðu Gljúfrasteins er margskonar fróðleikur um frú Auði Sveinsdóttur (sjá hér) og þar má m.a. finna upprunalegu uppskriftina af skotthúfunni sem Auðar fékk viðurkenningu fyrir í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970. Auður tengdist Heimilisiðnaðarfélaginu sterkum böndum og sat m.a. í ritnefnd ársritsins Hugur og hönd árunum saman.

Þessi skotthúfukvöld eru í umsjóna Þórdísar Höllu Sigmarsdóttur og Guðnýjar Maríu Höskuldsdóttur og er unnin í samráði við Gljúfrastein - hús skáldsins.