Notað verður nýtt - rekjum upp gamalt prjón - FELLUR NIÐUR

Notað verður nýtt – rekjum upp gamalt prjón

Kennari: Hrund Pálmadóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst 

Tími: 7. febrúar kl 18-21 - þriðjudagur og 11. febrúar kl 10-13 - laugardagur

Námskeiðisgjald: 20.900 kr (18.810 kr fyrir félagsmenn) - efni innifalið 

 

Í gömlum flíkum á nytjamörkuðum felast mikil verðmæti í hráefninu. Oft má endurvinna fínt garn úr gömlum peysum með því að rekja þær upp.

Á þessu námskeiði læra nemendur að velja flík eða peysu með tilliti til hvernig sé hægt að endurvinna hana. Farið verður í gegnum það hvaða snið henta best í upprakningu, og hvaða efni hentar best til litunnar. Nemendur ná tökum á því að rekja upp peysu og undirbúa garnið úr henni til áframhaldandi vinnslu, til dæmis til litunnar eða með því að tvinna saman við annað garn. Útkoman er dokka af skemmtilegu bandi sem hægt er að nota til að prjóna nýja flík.

Mælst er með að nemendur komi með garnvindu ef þeir eiga en einning er hægt að fá lánaða á staðnum.

 

Hámarks fjöldi nemenda er átta.