Prjóntækni - uppfit, kantar og affelling - FELLUR NIÐUR

Uppfit, kantar og affelling

Kennari: Auður Björt Skúladóttir

Lengd námskeiðis: 2 skipti = 6 klukkutímar

Tími: 26. febrúar og 4. mars - mánudagar kl. 18-21

Námskeiðisgjald: 18.600 kr. (16.740 kr. fyrir félagsmenn) – efni ekki innifalið.

Vissir þú að það eru til margar aðferðir að fitja upp, prjóna kannt og fella af? Á þessu námskeiði fer ég yfir mínar uppáhalds, en nokkrar af þeim nota ég mikið í bókinn minni Sjöl og teppi eins báðum megin.

En er ekki nóg að kunna þetta venjulega? Jú en er ekki gaman að geta lífgað upp á prjónalesið og ögra sér og læra eitthvað nýtt.

Á þessu námskeið verður kennt eftirfarandi uppfit, kantar og affellingar.

Uppfit

  • Bráðabirgðafit (provisional cast on)
  • Snúrufit (i-cord cast on)
  • kaðlafit (cablle cast on)
  • Strofffit (italian cast on, tubular cast on)

Kantar

  • Garðaprjónskantur
  • Snúrukantur
  • Laus kantur

Affelling

  • Laus affelling
  • Snúru affelling (i-cord bind off)
  • Takka affelling
  • Blúndu affelling
  • Stroff affelling (italian bind off, tubular bind off)

Í lok námskeið hafa nemendur náð að prufa allar aðferðirnar ásamt því að fá kennsluefni í formi aðgangs af sérstökum myndböndum af kennslunni sem hægt er að nýta sér heima.

Áhöld

Garn og prjónar sem henta.
Mæli með prjónastærð 4.
Ekki loðið garn.

Nauðsynleg Kunnátta

Almenn prjónakunnátta, s.s. að geta fitjað upp, fellt af, prjónað slétt og brugðið.