Prufuvefnaður - FULLBÓKAÐ

Prufuvefnaður

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.

Lengd námskeiðs: 9 skipti = 32 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.

Tími: 29. og 30. janúar kl. 10-15 - laugardagur og sunnudagur. Einnig 31. janúar og 1., 14., 15. og 28. febrúar, og 1. mars - mánudagar og þriðjudagar kl. 18-21 (Möguleiki á því að 18.00 breytist í 18.30)  og 12. mars kl. 10-14 - laugardagur.

Námskeiðsgjald:  95.360 kr. (85.820 kr. fyrir félagsmenn) efni er innifalið

Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Nemendur setja sameiginlega upp í vefstóla og vefa að lágmarki 8 mismunandi prufur t.d. vaðmál, odda vaðmál, hringja vaðmál, vöffluvef, glit, þráðavef, pokavoð o.fl. Námskeiðið er góður grunnur til að átta sig á möguleikum og fjölbreytileika vefnaðar.

 Gefnar eru frívikur milli kennslustunda til að nemendur geti klárað prufurnar.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.