Prufuvefnaður - tækninámskeið - FULLBÓKAÐ

Prufuvefnaður; tvö- og þrefaldur vefnaður  og tvöfaldar bindingar

Kennari: Guðrún Kolbeins 

Lengd námskeiðs: 6 skipti = 24 klst

Tími: 16. september  kl 17:30 - 20:30 - föstudagur, 17. og 18. sept kl 9 -15.30 - laugardagur og sunnudagur, 19., 20. og 21. sept kl 17:30-20:30 - mánudagur - miðvikudagur. 

Námskeiðsgjald: 77.700kr. (69.930kr. fyrir félagsmenn) efni er innifalið

 

Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna uppsetningu í vefstól.   

Markmiðið er að kenna hvernig hægt er að vefa breiðar voðir á t. d. 80 cm  eða breiðari vefstóla.

Tvöfaldur vefnaður þýðir að voðirnar eru aðskildar og geta verið ofnar í hring eða opnar í annarri hliðinni.

Í þreföldum vefnaði eru þrjár aðskildar voðir sem hafa t.d. 50 cm vefbreidd í stólnum en eru í raun 150 cm.

Verkefni; dúkar, værðarvoðir og pokavoð

Tvöföld binding hefur aðra tækni þar sem yfirvoð og undirvoð tengjast saman í eina voð á mismunandi hátt eftir bindingu.

Verkefni; kaflavefur/gólfmotta, baðmotta og fataefni. 

Unnið er með einskeftu-, vaðmál og samsettar bindingar, einnig fínt og gróft garn sem hæfir hverjum vef. 

Hver uppskrift af prufum gefur möguleika á stærri verkefnum.