Snjókorn falla: jólaprjónakaffi

Síðasta prjónakaffi ársins verður haldið á sjálfan fullveldisdaginn, fimmtudaginn 1. desember! Húsið opnar klukkan 19:00 og mun Prjónakaffinefndin, sem komin er í jólaskap, bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur á vægu verði.
Klukkan 20:00 fáum við góðan gest til okkar, en hún Kristjana Björk frá Hringlandi (www.hringlandi.is) ætlar að stýra sam-hekli á litlum snjókornum og segja okkur aðeins frá sér og sínum handverksáhuga.
Þátttakendur í snjókornahekli eru beðnir um að taka með sér heklunál í stærð 2,5 og heklugarn nr. 10 (athugið að aðrar stærðir geta hentað jafn vel!).
Verið öll hjartanlega velkomin í Heimilisiðnaðarfélagið fimmtudagskvöldið 1. desember!