Refilsaumur - örnámskeið í Þjóðminjasafninu 27. apríl

Refilsaumur -Örnámskeið í Þjóðminjasafninu

Kennari: Ragnheiður Jóhannsdóttir 

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 5 klukkustund.

Tími: 27. apríl laugardagur kl. 10.00-13.30 kennsla í refilsaum, kl 14.00 leiðsögn um sýninguna. 

Námskeiðsgjald:  22.100 (19.890 kr. fyrir félagsmenn) - innifalið er áprentaður hör, garn, nál og saumhringur auk fræðsluerindis og aðgangs í Þjóðminjasafnið.

Val á milli Kross, Þistill eða Flétta vinsamlega takið fram í athugasemd hvaða mynd verður fyrir valinu þegar gengið er frá skráningu

Nemendur eru beðnir um að hafa með sér lítil skæri og fingurbjörg, ef þess þarf. Vinsamlegast takið fram í athugasemd hvor myndin verður fyrir valinu, kross eða þistill. 

Sýningin Með verkum handanna opnar í Bogasal Þjóðminjasafnsins 4. nóvember. Á sýningunni verða dýrgripir íslenskrar listasögu til sýnis: fimmtán íslensk refilsaumsklæði sem varðveitt eru á Þjóðminjasafni Íslands, Louvre safninu í París, Nationalmuseet í Kaupmannahöfn og Rijksmuseum Twente í Hollandi. Sýningin er einstök því afar fátítt er að sýningar séu settar upp hér á landi með svo mörgum gripum sem fengnir eru að láni frá öðrum söfnum. Þetta er því í fyrsta og mögulega síðasta skipti sem þessi merkilegu listaverk eru saman komin á einni sýningu.

Af því tilefni hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands hannað fjórar útsaumspakkningar með sýnishornum úr þremur refilsaumuðum verkum sem varðveitt eru hér á landi; Kross úr altarisklæði frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, Þistill úr altarisklæði frá Stafafelli í Lóni, flétta úr Draflastaðaklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal og María himnadrottning úr altarisklæðinu frá Stafafelli í Lóni.

Innifalið í námskeiðisgjaldinu er aðgangur að Þjóðminjasafninu, leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna, kennsla í refilsaum og útsaumspakkning sem inniheldur áprentaðan hör (val milli tveggja pakkninga, sjá hér og hér), útsaumsband, nál, útsaumshringur og leiðbeiningar. 

Nemendur eru beðnir um að hafa með sér lítil skæri og fingurbjörg, ef þess þarf. Vinsamlegast takið fram í athugasemd hvor myndin verður fyrir valinu, kross, þistill eða flétta.

Kennari er Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir, hámarksfjöldi nemenda er 8.