Hiphiphúrrra! "Bókin Handa á milli - Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár" er komin út. Höfundur er Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur en Sögufélag útgefandi.
Föstudaginn 2. október verða fluttir spennandi fyrirlestrar á vegum Rannsóknarstofu í textíl. Öllum fyrirlestrum er streymt beint á netinu og því auðvelt fyrir áhugasama að fylgjast með hvar sem þeir eru staddir.
Námskeið haustins verða kynnt fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20. Vegna samkomutakmarkanna verður að þessu sinni hafður sá háttur á að kynningunni er streymt á netinu (facebook-live).