Námskeið og Covid-19

Heimilisiðnaðarfélagið hefur þurft að gera ýmsar ráðstafanir vegna Covid-19.

Gleðileg jól

Verslun og skrifstofa lokuð á milli jóla og nýárs.

Miðbæjarmarkaður Sögufélags

Helgina 19. - 20. desember kl. 13-17 mun Sögufélagið standa fyrir bóksölu á nýrri útgáfu í Aðalstræti 10.

Handa á milli - til sölu í verslun HFÍ!

Hiphiphúrrra! "Bókin Handa á milli - Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár" er komin út. Höfundur er Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur en Sögufélag útgefandi.

Námskeiðum frestað

Öllum námskeiðum hefur verið frestað vegna hertra samkomutakmarkanna vegna Covid-19.

Menntakvika - málstofur um textíl á netinu

Föstudaginn 2. október verða fluttir spennandi fyrirlestrar á vegum Rannsóknarstofu í textíl. Öllum fyrirlestrum er streymt beint á netinu og því auðvelt fyrir áhugasama að fylgjast með hvar sem þeir eru staddir.

Kynningu á námskeiðum streymt á netinu

Námskeið haustins verða kynnt fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20. Vegna samkomutakmarkanna verður að þessu sinni hafður sá háttur á að kynningunni er streymt á netinu (facebook-live).